Bandaríkjaher stækkaður

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP

Bandaríkjaher hyggst afla sér 22 þúsund nýrra hermanna til að vegna átakanna í Írak og Afganistan, að sögn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Fram kemur í máli Robert Gates, varnarmálaráðherra, að hinn aukni liðsafli sé aðeins til þriggja ára. Eftir aukninguna verður heildarfjöldi hermanna 569.000.

„Við stöndum frammi fyrir því að geta okkar til að senda nýjar sveitir á vettvang er ekki nógu góð,“ sagði Gates við blaðamenn í gær. Hann sagði þetta tímabundna erfiðleika sem myndu ná hámarki næsta ár en minnka síðan á næstu þremur árum.

Bandaríkin breyttu nýlega um stefnu þannig að nú er lögð meiri áhersla á Afganistan en Írak. Í Afganistan er ætlað að hermönnum verði fjölgað í 68 þúsund en þeir voru 32 þúsund fyrir tveimur árum.

Gates sagði að forysta hersins hefði mælt með auknum liðsafla og hefði tillagan stuðning Barack Obama, Bandaríkjaforseta.

Þetta er í annað sinn sem Gates eykur liðsafla landhers og sjóhers frá því að hann tók við embætti í lok 2006.

Pentagon hyggst taka á sig byrjunarkostnað aukningarinnar, sem nemur 1,1 milljarði dollara, en Gates hefur lagt til að herinn fái auknar auknar fjárveitingar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert