Obama ver buxurnar sínar

Obama í buxunum frægu
Obama í buxunum frægu Reuters

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti hef­ur varið val sitt á galla­bux­um er hann, sam­kvæmt hefð, kastaði fyrsta bolt­an­um í All Star hafn­ar­bolta­leik­un í St. Lou­is fyr­ir skömmu. For­set­inn hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að klæðast „púka­leg­um mömmu-bux­um” við það tæki­færi. Þetta kem­ur fram á vef Ya­hoo.

Obama viður­kenndi í viðtali á NBC sjón­varps­stöðinni í dag að hann hefði verið svo­lítið púka­leg­ur.  Þá sagði hann sér til varn­ar að hann þyldi ekki að versla föt og að um­rædd­ar bux­ur væru þægi­leg­ar. „Þá sem telja að for­set­inn eigi að líta vel út í galla­bux­um, bið ég af­sök­un­ar,” sagði hann.

Mun þetta vera í fyrsta skipti sem for­seti Banda­ríkj­anna biðst op­in­ber­lega af­sök­un­ar á fata­vali sínu og frá því viðtalið við hann var sent út hef­ur áhugi á um­rædd­um bux­un­um greini­lega auk­ist sam­kvæmt leitar­for­riti Ya­hoo.

Barack Obama Bandaríkjaforseti kastar fyrsta boltanum í Major League All-Star …
Barack Obama Banda­ríkja­for­seti kast­ar fyrsta bolt­an­um í Maj­or League All-Star leikn­um í St. Lou­is Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert