Obama ver buxurnar sínar

Obama í buxunum frægu
Obama í buxunum frægu Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur varið val sitt á gallabuxum er hann, samkvæmt hefð, kastaði fyrsta boltanum í All Star hafnarboltaleikun í St. Louis fyrir skömmu. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að klæðast „púkalegum mömmu-buxum” við það tækifæri. Þetta kemur fram á vef Yahoo.

Obama viðurkenndi í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í dag að hann hefði verið svolítið púkalegur.  Þá sagði hann sér til varnar að hann þyldi ekki að versla föt og að umræddar buxur væru þægilegar. „Þá sem telja að forsetinn eigi að líta vel út í gallabuxum, bið ég afsökunar,” sagði hann.

Mun þetta vera í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna biðst opinberlega afsökunar á fatavali sínu og frá því viðtalið við hann var sent út hefur áhugi á umræddum buxunum greinilega aukist samkvæmt leitarforriti Yahoo.

Barack Obama Bandaríkjaforseti kastar fyrsta boltanum í Major League All-Star …
Barack Obama Bandaríkjaforseti kastar fyrsta boltanum í Major League All-Star leiknum í St. Louis Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka