Bændur mótmæla í Brussel

Bændur mótmæla í Brussel
Bændur mótmæla í Brussel Reuters

Reiðir mjólkurbændur lentu í átökum við lögreglu fyrir utan höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel í dag. Voru bændurnir að mótmæla verðlækkun á mjólkurafurðum en framkvæmdastjórn ESB hafnaði því í dag að leggja bann við aukningu á mjólkurframleiðslu innan sambandsins eða að minnka mjólkurkvóta.

Höfðu bæði Frakkar og Þjóðverjar óskað eftir því við framkvæmdastjórnina að mjólkurkvóti yrði minnkaður í ríkjum ESB.

Fjöldi bænda, en margir þeirra höfðu komið akandi á dráttarvélum sínum til borgarinnar, reyndi að hindra aðgang starfsmanna að höfuðstöðvum ESB og settu upp vegatálma í nágrenni byggingarinnar.Þegar lögregla reyndi að skakka leikinn köstuðu mótmælendur öllu lauslegu í lögregluna og svaraði hún með því að sprauta vatni á mótmælendur.

Meðal annars kveiktu mótmælendur í fuglahræðu sem þeir sögðu vera tákn mynd um dauða atvinnugreinarinnar.

Í nóvember á síðasta ári samþykktu landbúnaðarráðherrar ESB ríkjanna að auka mjólkurkvóta innan sambandsins um 1% á ári til ársloka 2014. Undanfarna mánuði hafa hins vegar bændur víða í ríkjum ESB óskað eftir fjárhagslegri aðstoð frá ESB eða að dregið verði úr mjólkurkvótum þar sem dregið hefur úr eftirspurn eftir mjólk og mjólkurafurðum í efnahagskreppunni. Á sama tíma hefur verð á mjólk lækkað verulega í ríkjum ESB. 
Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert