Breskir barir í þrot í kreppunni

Krár standa margar höllum fæti í Bretlandi
Krár standa margar höllum fæti í Bretlandi Reuters

Um sjö krár loka í Bretlandi á degi hverjum, samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Er helsta  skýringin minni aðsókn eftir að kreppan skall á. Hafa drykkjuvenjur Breta breyst samfara þrengri fjárhag. Er þetta mikil aukning frá fyrstu sex mánuðum síðasta árs er fimm krár lokuðu í hverri viku í Bretlandi, samkvæmt upplýsingum frá samtökum bjór- og kráareigenda (BBPA)

Alls hefur 2.377 krám verið lokað síðasta árið í Bretlandi og 24 þúsund starfsmenn þeirra misst vinnuna. Á síðustu þremur árum hefur 5.134 krám verið lokað í Bretlandi.

Að sögn framkvæmdastjóra BBPA, David Long, er kreppan helsta skýringin en auk þess hefur 20% hækkun á skatti á bjór á tveimur árum sitt að segja.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert