Ástand baðstaða í Evrópu gott

Frá baðströnd í Algarve í Portúgal
Frá baðströnd í Algarve í Portúgal mbl.is/Brynjar Gauti

Lang­stærst­ur hluti baðstaða Evr­ópu­sam­bands­ins upp­fyll­ir viðmið um heil­næmi. Gæði baðstaða hafa batnað gíf­ur­lega und­an­far­in ár.  Þetta sýn­ir ný skýrsla Um­hverf­is­stofn­un­ar Evr­ópu. 

Árlega skýrsla um ástand baðstaðavatns sýn­ir að lang­stærst­ur hluti baðstaða Evr­ópu­sam­bands­ins upp­fylla viðmið um heil­næmi fyr­ir árið 2008. Skýrsl­an var kynnt af Evr­ópuráðinu og Um­hverf­is­stofn­un Evr­ópu. Í skýrsl­unni kem­ur fram að um 96% baðstranda og 92% baðstaða við ár og vötn voru inn­an lág­marks­viðmiða Evr­ópu­sam­bands­ins.

Skýrsl­an veit­ir nyt­sam­leg­ar upp­lýs­ing­ar um gæði vatns fyr­ir millj­ón­ir fólks sem heim­sæk­ir baðstaði Evr­ópu á hverju ári.

Fram­kvæmda­stjóri Um­hverf­is­mála Evr­ópu­sam­bands­ins, Stavr­os Di­mas sagði: „Hágæða baðstaðavatn er mik­il­vægt fyr­ir heilsu evr­ópskra borg­ara og um­hverfið – og það á að sjálf­sögðu við um allt annað vatn líka. Ég er ánægður með að gæði vatns­ins á baðstöðum í Evr­ópu fari batn­andi.”

Jacqu­el­ine McGla­de, pró­fess­or og for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar Evr­ópu bætti við, „Upp­lýs­ing­ar á borð við þessa skýrslu og gagn­virku kort­in okk­ar á vefn­um gera borg­ur­um kleift að kanna gæði vatns­ins í sínu nærsam­fé­lagi og á ferðamanna­stöðum, sem og taka virk­an þátt í vernd­un eig­in um­hverf­is.”

Upp­lýs­ing­ar um gæði vatns á baðstöðum má nálg­ast á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar Evr­ópu. Hægt er að skoða baðsvæðin á gagn­virku korti sem sýn­ir op­in­ber­ar mæl­ing­ar á gæðum vatns­ins sem og skoðanir fólks sem hef­ur heim­sótt staðina.

Lang­tíma upp­sveifla í gæðum baðstaðavatns

Á hverju sumri flykkj­ast Evr­ópu­bú­ar til strand­anna til að njóta sól­ar­inn­ar og kæla sig í frísk­andi og hreinu vatni. Evr­ópu­bú­ar geta tekið upp­lýst­ar ákv­arðanir um hvaða strönd skuli velja með því að kynna sér niður­stöður rann­sókna sem eru fram­kvæmd­ar af aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins og sam­starfsaðilum Um­hverf­is­stofn­un­ar Evr­ópu. Um­hverf­is­stofn­un Evr­ópu sá um út­gáfu skýrsl­unn­ar í ár en einnig eru aðgengi­leg kort og ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um gæði vatns á vefsvæði stofn­un­ar­inn­ar.

Árið 2008 fjölgaði þeim baðstöðum sem fylgst er með um 75 staði. Af þeim 21 400 svæðum sem fylgst er með inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins voru tveir þriðju meðfram strönd­inni og af­gang­ur­inn í ám og vötn­um. Stærst­ur hluti baðstranda eru á Ítal­íu, Grikklandi, Frakklandi, Spáni og Dan­mörku, en Þýska­land og Frakk­land hafa flesta baðstaði í ám og vötn­um.

Á heild­ina litið hafa gæði baðstaðavatns í Evr­ópu auk­ist mikið frá 1990. Hlut­fall þeirra sem upp­fylla skyldu­kröf­ur (lág­marks­kröf­ur um gæði) jókst á tíma­bil­inu 1990 til 2008 úr 80% í 96% við strönd­ina og úr 52% í 92% á baðstöðum við ár og vötn. Einnig varð hlut­falls­leg fjölg­un milli ár­anna 2007 og 2008 um rúmt eitt pró­sent við strönd­ina og rúm þrjú pró­sent við ár og vötn.

Upp­lýs­ing­ar á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar Evr­ópu.

Gagn­virkt kort yfir baðstaðina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka