Mikil eftirspurn eftir bóluefni

Aðdáendur breska fótboltaliðsins Liverpool bera andlitsgrímur á Rajamangala leikvanginum í …
Aðdáendur breska fótboltaliðsins Liverpool bera andlitsgrímur á Rajamangala leikvanginum í Bangkok Reuters

Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline hefur nú gert samninga um sölu 196 milljón skammta af svínaflensubóluefni auk þess sem samningaviðræður standa yfir við kaupendur í 50 löndum. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Þá segja talsmenn fyrirtækisins að stefnt sé að því að framleiða 190 skammta af bóluefni gegn svínaflensunni á ári fram til árisins.Fyrirtækið hefur einnig tilkynnt að það muni gefa 50 milljón skammta af bóluefninu til þróunaralanda.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að nú megi rekja rúmlega 700 dauðsföll í heiminum til svínaflensunnar sem fyrst kom upp í Mexíkó í apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert