Biden réttlætir stríðið í Afganistan

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna. Reuters

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að stríðið í Afganistan eigi rétt á sér, því verið sé að verja bandaríska og evrópska hagsmuni.

„Erfiðið er þess virði,“ segir hann og varar við því að hryðjuverkasamtök, sem haldi sig til við landamæri Pakistans, geti unnið hryðjuverk í Evrópu og í Bandaríkjunum og „sett allt á annan endann“.

Erlendum hermönnum sem hafa fallið í átökunum í landinu hefur fjölgað hratt að undanförnu. Því hafa margir Bretar efasemdir um þátttöku breskra hermanna í stríðinu.

Biden segir að það verði að færa margar fórnir til viðbótar á tímabili sem hann kallar „átakatíðina“.

Biden heldur því fram að stríðið í Afganistan varði þjóðarhag Bandaríkjanna, Breta og annarra Evrópuþjóða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert