Mesta hassmál í sögu Grænlands

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. Ómar Óskarsson

Lög­regl­an á Græn­landi skýrði frá því í dag að hún hefði fundið 118 kíló af hassi í danskri skútu. Er þetta mesti hass­fund­ur í sögu Græn­lands.

Hassið fannst í skútu sem lög­regl­an lagði hald á und­an suður­strönd Græn­lands fyrr í mánuðinum. Áhöfn skút­unn­ar lenti í vand­ræðum vegna haf­íss og þurfti að óska eft­ir aðstoð. Þegar lög­reglu­menn komu að skút­unni vaknaði grun­ur um smyglið.

Alls fund­ust 118 kíló af hassi í skút­unni, meðal ann­ars í köf­un­ar­tækj­um. Lög­regl­an áætl­ar að götu­sölu­verðmæti fíkni­efn­anna sé að minnsta kosti 60 millj­ón­ir danskra króna, sem svar­ar 1,4 millj­örðum ís­lenskra, að því er fram kem­ur á frétta­vef danska rík­is­út­varps­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert