Sonur bin Ladens líklega drepinn

Osama Bin Laden á 19 syni.
Osama Bin Laden á 19 syni. Reuters

Sonur Osama bin Laden, Sa'ad, var að öllum líkindum drepinn í bandarískri loftflaugaárás í Pakistan fyrr á þessu ári, að því að fregnir herma.

Sa'ad bin Laden var áberandi persóna í hinu óljósa sambandi milli Íran og al Qaeda.

Bandaríska leyniþjónustan sagði í janúar á þessu ári að hún héldi að Sa'ad hafi farið til Pakistan eftir að hafa setið í mörg ár í stofufangelsi í Íran.

Nú er því haldið fram að loftskeyti frá bandarískri, fjarstýrðri flaug hafi drepið hann einhvern tímann á árinu. Ónefndur bandarískur embættismaður sem vinnur gegn hryðjuverkum sagði líkurnar á því að hann hefði látið lífið vera 80-85%.

Sonur bin Ladens var ekki talinn vera nægilega mikilvægur til þess að að loftskeytum væri sérstaklega beint að honum heldur var hann einungis á röngum stað á röngum tíma, samkvæmt heimildarmanninum.

Ekki er ljóst hvort Sa'ar var nærri föður sínum er loftárásin átti sér stað. Hann var ekki mjög virkur í starfi al Qaeda en tók þá einhvern þátt. Talið er að hann hafi verið á þrítugsaldri.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert