Obama hringir í lögreglumann

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði við blaðamenn í dag að hann sæi eftir orðum sínum þess efnis að lögreglumaðurinn sem handtók Harvard-prófsessorinn Henry Louis Gates hefði hagað sér „heimskulega“.

Prófessor Gates var handtekinn fyrir utan húsið sitt í Cambridge. Hann hafði gleymt lyklunum sínum og var að reyna að komast inn með öðrum leiðum.

Obama kom fram á blaðamannafundi í dag. „Ég tel að orðaval mitt hafi gefið til kynna að ég vildi rægja lögregluna í Cambrigde eða Crowley lögreglumann sérstaklega. Ég hefði getað notað annað orðaval.“

Einnig kom fram að Obama hefði hringt í James Crowley, lögreglumann í dag, og beðið hann afsökunar. „Ég sagði honum þó að það væri enn trú mín að lögreglan hefði brugðist of harkalega við með því að taka prófessor Gates höndum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert