Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði við blaðamenn í dag að hann sæi eftir orðum sínum þess efnis að lögreglumaðurinn sem handtók Harvard-prófsessorinn Henry Louis Gates hefði hagað sér „heimskulega“.
Prófessor Gates var handtekinn fyrir utan húsið sitt í Cambridge. Hann hafði gleymt lyklunum sínum og var að reyna að komast inn með öðrum leiðum.
Obama kom fram á blaðamannafundi í dag. „Ég tel að orðaval mitt hafi gefið til kynna að ég vildi rægja lögregluna í Cambrigde eða Crowley lögreglumann sérstaklega. Ég hefði getað notað annað orðaval.“
Einnig kom fram að Obama hefði hringt í James Crowley, lögreglumann í dag, og beðið hann afsökunar. „Ég sagði honum þó að það væri enn trú mín að lögreglan hefði brugðist of harkalega við með því að taka prófessor Gates höndum.“