Hættulegir fangar á flótta í Belgíu

Mohammed Johry, Abdel Had Kahajary Mulloul og Ashraf Sekkaki flýðu …
Mohammed Johry, Abdel Had Kahajary Mulloul og Ashraf Sekkaki flýðu úr belgísku fangelsi

Þrír af hættulegustu glæpamönnum Belgíu eru nú á flótta eftir að hafa flúið úr fangelsi með hjálp þyrlu, sem lenti í fangelsisgarðinum vegna þess að flugmanninum var hótað lífláti ef hann gerði það ekki. 

Fangarnir, sem enn eru á flótta, eru þeir Mohammed Johry, Abdel Had Kahajary Mulloul og Ashraf Sekkaki. Sá síðastnefndi er að sögn Interpol talinn vera einn allra hættulegasti glæpamaður Belgíu, með yfir 16 dóma á bakinu fyrir ofbeldisverk, þar á meðal bankarán og mannrán. 

22 ára gamall maður frá Marokkó var í vitorði með föngunum í flóttaáætluninni, en hann varð að vera eftir í fangelsinu því þyrlan gat ekki flutt þá alla. Að sögn Ronald Noble hjá Interpol er flótti fanga með hjálp þyrlu orðinn „allt of algengur“ um allan heim.

Flugmaður þyrlunnar, Ludwig Louwagie, hefur sagt fjölmiðlum að upplifunin hafi verið eins og í bíómynd. Parhafi bókað útsýnisflug yfir Brugge, en á meðan fluginu stóð hafi maðurinn skyndilega borið vopn að höfði hans og þvingað hann til að lenda í fangelsisgarðinum. 

Leit stendur nú yfir að föngunum þremur bæði innan og utan Belgíu. Talið er að þeir keyri um á svörtum Mercedes Bens og eru þeir sagðir hættulegir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert