Sakaður um að ætla að ráðast á drottninguna

Beatrix Hollandsdrottning.
Beatrix Hollandsdrottning.

Hollenskur dýraverndunarsinni sem handtekinn var vegna gruns um að hann hefði í hyggju að ráðast á Beatrix drottningu Hollands hefur nú verið látinn laus.

„Rannsókn hefur ekki leitt í ljós neinar sannanir fyrir þessum ásökunum,“ segir í yfirlýsingu frá saksóknara í Hollandi. „Það er því engin ástæða talin til að halda honum lengur.“

Maðurinn heitir Peter Janssen er 24 ára gamall. Hann var handtekinn á mánudag vegna gruns um árás á drottninguna, aðeins tæpum 3 mánuðum eftir að misheppnuð árás á konungsfjölskylduna varð til þess að sjö manns létu lífið.

Janssen var einnig í haldi fyrir að hafa skotvopn í fórum sínum, en hann hefur neitað ásökununum. Í síðasta mánuði var ákærum aflétt á hendur Janssen fyrir að sleppa 2.500 minkum úr búrum sínum á búgarði í suðvesturhluta landsins. 

Í apríl létust 7 vegfarendur þegar maður, sem seinna viðurkenndi að hafa ætlað að ráðast á drottninguna, ók á ofsahraða inn í hóp fólk sem tók þátt í hátíðahöldum í tilefni Drottningardagsins í bænum Apeldoom. Litlu munaði að honum tækist ætlunarverk sitt, að aka á opinn strætisvagn þar sem konungsfjölskyldan var samankomin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert