Plægja akra naktar til að kalla fram regn

Bóndi rekur nautgripi yfir veginn nærri Kolkata á Indlandi.
Bóndi rekur nautgripi yfir veginn nærri Kolkata á Indlandi. Reuters

Bænd­ur í aust­ur­hluta Ind­lands hafa nú marg­ir hverj­ir beðið ógift­ar dæt­ur sín­ar um að plægja skrælnaða akr­ana nakt­ar, í til­raun til að gera veðurguðina vand­ræðal­ega og kalla þannig eft­ir langþráðri rign­ingu.

Þetta kem­ur fram á Pak­ist­anska frétta­vefn­um Dawn. Að sögn vitna plægja stúlk­ur í Bih­ar nú akr­ana nakt­ar og syngja um leið alda­göm­ul lög eft­ir sól­set­ur til að ögra guðunum. Eldri kon­ur í þorp­un­um hjálpi stúlk­un­um við verkið. 

„Þeir [þorps­bú­ar] trúa því að með þessu verði veðurguðirn­ir veru­lega vand­ræðal­eg­ir og muni því í staðinn gefa þeim góða upp­skeru með því að senda til þeirra regn,“ er haft eft­ir Upendra Kumar, embæt­is­manni í þorps­ráðinu.

„Þorps­bú­ar hafa mikla trú á þess­um sið og hafa heitið því að halda hon­um til streitu þar til það kem­ur steypiregn.“ Bank Baza­ar þorpið er held­ur af­skekkt, á svæði þar sem menn­ing­ar­arf­ur­inn er lif­andi. Íbúar eru þar al­gjör­lega háðir árstíðabundnu regni, sem hef­ur getið af sér margskon­ar siðvenj­ur og at­hafn­ir í tengsl­um við regnið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert