Fæddist með svínaflensu

Nú hafa um 6.700 manns smitast af svinaflensu í Taílandi.
Nú hafa um 6.700 manns smitast af svinaflensu í Taílandi. CHAIWAT SUBPRASOM

Fyr­ir­buri fædd­ist í Taílandi á laug­ar­dag­inn var og reynd­ist vera smitaður af A(H1N1) flensu, eða svínaflensu. Móðir barns­ins, 24 ára göm­ul, var búin að ganga með barnið í sjö mánuði. Hún reynd­ist vera smituð af flens­unni og ákváðu lækn­ar að taka barnið með keisarra­sk­urði.

Líðan barns­ins er stöðug. Lækn­ir á sjúkra­hús­inu seg­ir þetta eina dæmið sem þeir þekki um að barn hafi fæðst smitað. Ekki er vitað hvernig smitið barst í barnið. Móðirin er enn mjög veik á sjúkra­hús­inu, sam­kvæmt frétt á vef Irish Times.

Í frétt­inni er vitnað í lækni sem seg­ir að vitað sé um þrjú til­felli í Banda­ríkj­un­um þar sem  mæður höfðu smitað börn sín af flens­unni. Nú hafa meira en 6.700 greinst með flens­una í Taílandi og 44 lát­ist af henn­ar völd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert