Götuvændi hefur á ný aukist í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö, að sögn lögreglunnar, þrátt fyrir lög sem gera kaup á því refsiverð. Að sögn Dagens Nyheter hefur konum sem selja sig á götum Stokkhólms fjölgað nær tvöfalt á einu ári.
Götuvændi snarminnkaði í fyrstu eftir að sett voru lög um að kaup á kynlífsþjónustu væru lögbrot en það var gert árið 1999. En nú virðist það aftur færast í aukana. „Fyrir ári sáust daglega 10-15 konur reyna að selja sig á götunni. Núna sjáum við 20-30 konur dag hvern,“ segir Joans Trolle, liðsmaður umferðarlögreglunnar í Stokkhólmi.