Bílsprengja sprakk fyrir utan búðir Þjóðvarðliðsins í borginni Burgos á Norður-Spáni um klukkan hálf þrjú í nótt að íslenskum tíma. Allar rúður brotnuðu við sprenginguna og særðust 46 lítillega. Lögreglan kennir ETA, aðskilnaðarhreyfingu Baska, um tilræðið að sögn fréttavefjar BBC.
Þeir sem meiddust urðu flestir fyrir fljúgandi glerbrotum. Þykir mildi að enginn meiddist alvarlega í sprengingunni því glerið flaug um allt.
Að sögn spænskra fjölmiðla kom engin viðvörun áður en sprengjan sprakk. Hingað til munu ETA yfirleitt hafa varað við tilræðum sínum. ETA hefur barist fyrir sjálfstæðu ríki Baska á Norður-Spáni og í Suðvestur-Frakklandi frá 1968