Bílsprengja sprakk á Spáni

00:00
00:00

Bíl­sprengja sprakk fyr­ir utan búðir Þjóðvarðliðsins í borg­inni Burgos á Norður-Spáni um klukk­an hálf þrjú í nótt að ís­lensk­um tíma. All­ar rúður brotnuðu við spreng­ing­una og særðust 46 lít­il­lega. Lög­regl­an kenn­ir ETA, aðskilnaðar­hreyf­ingu Baska, um til­ræðið að sögn frétta­vefjar BBC.

Þeir sem meidd­ust urðu flest­ir fyr­ir fljúg­andi gler­brot­um. Þykir mildi að eng­inn meidd­ist al­var­lega í spreng­ing­unni því glerið flaug um allt. 

Að sögn spænskra fjöl­miðla kom eng­in viðvör­un áður en sprengj­an sprakk. Hingað til munu ETA yf­ir­leitt hafa varað við til­ræðum sín­um. ETA hef­ur bar­ist fyr­ir sjálf­stæðu ríki Baska á Norður-Spáni og í Suðvest­ur-Frakklandi frá 1968

Lögreglumaður rannsakar vettvang sprengingarinnar í Burgos
Lög­reglumaður rann­sak­ar vett­vang spreng­ing­ar­inn­ar í Burgos Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert