Ólíklegur hryðjuverkamaður

Lögreglumynd af Daniel Patrick Boyd sem sakaður er um að …
Lögreglumynd af Daniel Patrick Boyd sem sakaður er um að vera leiðtogi hryðjuverkahóps. Reuters

Banda­rísk yf­ir­völd hafa hand­tekið Daniel Boyd, 39 ára heim­il­is­föður frá Norður Karólínu og segja hann grunaðan um hryðju­verk­a­starf­semi. Sam­kvæmt AP frétta­stof­unni kem­ur þetta fjöl­skyldu og ná­grönn­um Boyd í opna skjöldu.

Boyd mun sam­kvæmt ákæru­skjal­inu hafa eytt þrem­ur árum í að ferðast um miðaust­ur­lönd þar sem hann á aða hafa keypt vopn á laun og þjálfað hóp manna til þess að stunda mann­rán og lík­ams­meiðing­ar er­lend­is.

Ná­grann­ar Boyd í Willow Spring, út­hverfi suður af Raleigh segj­ast eiga erfitt með að trúa því að þessi hjálp­sami fjöl­skyldufaðir sé í raun hryðju­verkamaður.
„Ef hann er hryðju­verkamaður þá er hann vin­gjarn­leg­asti hryðju­verkamaður sem ég hef hitt. Ég held að hann sé sak­laus," sagði Char­les Ca­sale einn af ná­grönn­um Boyd í Willow Spring. Ca­sale sagðist ný­lega hafa þegið góð ráð um plönt­ur og gróður­setn­ingu ma­t­jurta frá Boyd.

Boyd var hand­tek­inn ásamt sex öðrum, þar af voru tveir syn­ir hans og hann sakaður um að hafa hlotið þjálf­un í hryðju­verk­a­starf­semi í Pak­ist­an og mun hann hafa fært þann lær­dóm með sér heim til Norður Karólínu þar sem hann mun hafa safnað nýliðum sem voru vilj­ug­ir til að láta lífið í heil­ögu stríði mús­líma.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert