Pólverjar fjarlægjast evruna

Pólverjar fjarlægjast evruna.
Pólverjar fjarlægjast evruna.

Pólsk stjórnvöld hafa fallið frá áætlunum um að taka upp evruna 2012. Aðstoðar-viðskiptaráðherra landsins, Ludwik Kotecki skýrði frá þessu í dag. Áætlunin um að taka upp evruna 2012 var gerð fyrir 10 mánuðum en efnahagsástandið hefur gjörbreyst síðan.

Kotecki sagði pólska þinginu að ríkisstjórnin myndi birta nýja áætlun um upptöku evrunnar. „Það má segja að það verði ekki 2012 eins og áætlað hafði verið fyrir 10 mánuðum síðan," sagði hann.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Donald Tusk fellur opinberlega frá því markmiði sínu að taka upp evruna í stað zloty 2012.

AFP fréttastofan skýrir frá því að þó að Pólland hafi staðið af sér kreppuna þá hefur hægt verulega á hagkerfinu og að nú sé útséð með að Pólland nái að halda sig undir 3% halla ríkissjóðs umfram verga landsframleiðslu á næstu árum sem er það þak sem ESB setur sem skilyrði fyrir upptöku evru.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka