Pólverjar fjarlægjast evruna

Pólverjar fjarlægjast evruna.
Pólverjar fjarlægjast evruna.

Pólsk stjórn­völd hafa fallið frá áætl­un­um um að taka upp evr­una 2012. Aðstoðar-viðskiptaráðherra lands­ins, Ludwik Kotecki skýrði frá þessu í dag. Áætl­un­in um að taka upp evr­una 2012 var gerð fyr­ir 10 mánuðum en efna­hags­ástandið hef­ur gjör­breyst síðan.

Kotecki sagði pólska þing­inu að rík­is­stjórn­in myndi birta nýja áætl­un um upp­töku evr­unn­ar. „Það má segja að það verði ekki 2012 eins og áætlað hafði verið fyr­ir 10 mánuðum síðan," sagði hann.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem rík­is­stjórn Don­ald Tusk fell­ur op­in­ber­lega frá því mark­miði sínu að taka upp evr­una í stað zloty 2012.

AFP frétta­stof­an skýr­ir frá því að þó að Pól­land hafi staðið af sér krepp­una þá hef­ur hægt veru­lega á hag­kerf­inu og að nú sé útséð með að Pól­land nái að halda sig und­ir 3% halla rík­is­sjóðs um­fram verga lands­fram­leiðslu á næstu árum sem er það þak sem ESB set­ur sem skil­yrði fyr­ir upp­töku evru.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka