Ráðherrabíllinn fannst á Spáni

Ulla Schmidt heilbrigðisráðherra tapaði ráðherrabílnum. Hann er nú fundinn.
Ulla Schmidt heilbrigðisráðherra tapaði ráðherrabílnum. Hann er nú fundinn. Reuters

Þýski ráðherrabíllinn sem sem stolið var á Spáni í síðustu viku er fundinn, að sögn þýsku lögreglunnar. Hvarf bílsins hefur valdið miklu pólitísku hneyksli í Þýskalandi en Ulla Schmidt heilbrigðisráðherra lét bílstjóra sinn aka sér á ráðherrabílnum 2.600 km svo hún gæti haft not af bílnum í sumarfríi sínu í Alicante.

Schmidt bar því við að hún hafi einnig verið í opinberum erindagjörðum á Spáni. Bílnum var stolið í síðustu viku. Það vakti öldu mótmæla í Þýskalandi og voru háværar raddir um sóun á fé skattborgaranna í miðri efnahagskreppu. Krafist var afsagnar Schmidt heilbrigðisráðherra. 

Þótti þetta koma á versta tíma fyrir SPD, flokk ráðherrans, en hann nýtur um 15% minna fylgis í könnunum en flokkarnir tveir sem standa að baki Angelu Merkel kanslara. Almennar þingkosningar verða í Þýskalandi eftir tvo mánuði. 

Ráðherrabíllinn er af gerðinni Mercedes S-class og metinn á 93 þúsund evrur. Hann er ekki tryggður fyrir þjófnaði af þessu tagi. Blaðið Rheinische Post greindi frá því í gær að bíllinn hafi fundist í Alicante og verið í góðu ásigkomulagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert