„Upphafið að endinum“

Bandaríkjamenn gætu nú verið að horfast í augu við „upphafið á endi samdráttarins“ sagði Barack Obama á borgarafundi í N-Karólínu í dag. „Við höfum stöðvað hrunið. Markaðurinn er á leiðinni upp og efnahagslífið riðar ekki lengur til falls,“ sagði forsetinn.

Atvinnuleysi í N-Karólínu er um 10% og sagðist forsetinn gera sér grein fyrir að betri tíðindi úr efnahagslífinu færðu litla huggun fyrir þá sem misst hefðu vinnuna að undanförnu. 

Hann gerði einnig athugasemdir við nýjustu forsíðu tímaritsins Newsweek þar sem stendur: „Samdrættinum er lokið“. „Ég er viss um að þau tíðindi hafa komið ykkur á óvart. Ég veit þau komu mér allavega á óvart.“

Obama lagði jafnframt áherslu á að störfum í Bandaríkjunum fækkaði nú helmingi hægar en þegar hann tók við starfi. 

Obama skrifaði undir 787 milljarða dollara björgunarpakka í febrúar sem var miðaður að því að binda endi á verstu kreppu sem Bandaríkjamenn hafa lent í frá kreppunni miklu snemma á 20. öldinni.

Obama lagði áherslu á að störfum í Bandaríkjunum fækkaði nú …
Obama lagði áherslu á að störfum í Bandaríkjunum fækkaði nú helmingi hægar en þegar hann tók við starfi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert