Segja lífrænt ekki hollara

Matvæli framleidd með lífrænum hætti eru ekki hollari en önnur …
Matvæli framleidd með lífrænum hætti eru ekki hollari en önnur matvæli, samkvæmt breskri rannsókn. Valdís Þórðardóttir

Mat­væli fram­leidd á líf­ræn­an hátt eru ekki heil­næm­ari en mat­væli fram­leidd í svo­nefnd­um verk­smiðju­bú­skap eða með til­bún­um áburði, sam­kvæmt breskri rann­sókn. Líf­rænt fram­leiddu mat­væl­in reynd­ust ekki hafa meira nær­ing­ar­gildi en þau sem fram­leidd voru á hefðbund­inn hátt.

Það var breska mat­væla­eft­ir­litið Food Stand­ards Agency sem pantaði rann­sókn­ina. Sér­fræðing­ar frá London School of Hygiene and Tropical Medic­ine rann­sökuðu gögn sem náðu til hálfr­ar ald­ar tíma­bils, sam­kvæmt frétta­vefn­um Times On­line.

Tals­menn líf­rænn­ar fram­leiðslu hafa mót­mælt rann­sókn­arniður­stöðunum og saka mat­væla­eft­ir­litið um að hafa ekki tekið til­lit til nýrra vís­bend­inga og að eigna sér rann­sókn­ir Evr­ópu­sam­bands­ins í póli­tísk­um til­gangi.

Skýrsla um sam­an­b­urð á líf­rænt fram­leidd­um og hefðbund­um mat­væl­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert