ESB styrkti ofveiði á fiski

Öldurót í höfninni í Esbjerg á Jótlandi.
Öldurót í höfninni í Esbjerg á Jótlandi. mbl.is

Evrópusambandið (ESB) hefur styrkt útgerð fiskiskipa sem veiða ofveiddar tegundur og eins skipa sem stunda ólöglegar veiðar. Þetta kemur fram í úttekt á fiskveiðistuðningi ESB á árunum 2000-2006, samkvæmt frétt danska útvarpsins.

Sjávarlíffræðingurinn Hanne Lyng Winter hjá Greenpeace  segir það „gróft“ að ESB styðji ofveiði. Michael Veds, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnar ESB í Danmörku, segir erfitt aðkomast hjá því þar eð 80% af fiskitegundum í ESB séu ofveiddar. 

Þá þykir ýmislegt að ráðstöfun styrkja sem Danmörk hefur fengið frá ESB. Um 16 milljónir danskra króna (392 milljónir ÍKR) sem greiddar voru í styrki virðast hafa horfið. Peningarnir áttu að fara í að styrkja útflutning á dönskum fiskiskipum til annarra landa. Samkvæmt dönskum yfirvöldum hafa engir styrkir verið greiddir til þess.

Enginn veit hvert peningarnir fóru, hvort þeir lentu í röngum vösum eða hvort um er að ræða bókhaldsvillu.

Úttektin byggir á skýrslu frá óháðu samtökunum The Pew Charitable Trust og fyrirtækinu Kaas og Mulvad.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert