„Í dag ætla ég að fá mér síðustu sígarettuna, láta eiginkonu mína fá pakkann og sigla til eyjunnar,“ sagði Geoff Spice sem í gær hugðist halda til eyðieyjunnar Sgarabhaigh og dvelja þar einn í mánuð í örvæntingarfullri tilraun sinni til að hætta að reykja.
Sgarabhaigh er óbyggð eyja við Suðureyjar Skotlands og verður Spice, sem er 56 ára gamall bankamaður sem kominn er á eftirlaun, að tjalda þar sem engin hús eru á eyjunni. Ekkert rafmagn er heldur á eyjunni svo Spice tekur með sér vatn og mun kveikja eld til að halda á sér hita.
„Þetta er síðasta tækifærið mitt. Ég hef reykt 30 sígarettur á dag en ég held að ég geti hætt,“ segir Spice í samtali við Daily Telegraph.
„Ef hann hringir til að segja að hann geti ekki verið án sígarettna lengur munum við ekki sinna því þar til hann hefur hringt þrisvar. Hann verður að fá svigrúm til að íhuga ákvarðanir sínar,“ segir Dave Hill, eigandi eyjunnar.
Hér má sjá umfjöllun Telegraph.