Corazon Aquino látin

Fyrrverandi forseti Filippseyja, Corazon Aquino, lést í dag af völdum hjartastopps en hún hafði barist við krabbamein í rúmt ár. Aquino var 76 ára gömul er hún lést. Hún kom fram í sviðsljósið árið 1986 er hún leiddi fjöldahreyfingu sem kom einræðisherranum Ferdinand Marcos frá völdum.

Corazon Aquino var ekkja stjórnarandstöðuleiðtogans Benigno „Ninoy“ Aquino sem var myrtur árið 1983. Hún vann einarðlega að því að koma lýðræði á á Filippseyjum og við að endurskrifa stjórnarskrá landsins. Aquino hætti ekki afskiptum af stjórnmálum landsins eftir að hún settist í helgan stein og lét í sér heyra vegna spillingar innan ríkisstjórnarinnar. Hún var mikill gagnrýnandi Gloriu Arroyo forseta, en fjölskylda hennar hefur verið sökuð um mikla spillingu.

Aquino var valin kona ársins af tímaritinu Times árin 1986 og 2006 og nefndi það hana eina af hetjum Asíu.

Corazon Aquino
Corazon Aquino Reuters
Gulur var einkennislitur Aquino.
Gulur var einkennislitur Aquino. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert