Aziz í 7 ára fangelsi

Tareq Aziz.
Tareq Aziz. Reuters

Tareq Aziz, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, var í dag dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir aðild að áætlun um að flytja Kúrda frá olíusvæðum í norðausturhluta Íraks meðan á valdatíma Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, stóð.

Aziz, sem er 73 ára, var í mars dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir aðild að morði á tugum verslunarmanna, sem urðu uppvísir að því að brjóta lög um verðstöðvun árið 1992. Reutersfréttastofan hefur eftir tveimur lögmönnum, að dómunum tveimur verði ekki framfylgt samhliða þannig að í raun sé búið að dæma Aziz í 22 ára fangelsi. 

Aziz gaf sig fram við bandaríska herliðið í Írak í apríl 2003, skömmu eftir innrásina í landið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert