Aziz í 7 ára fangelsi

Tareq Aziz.
Tareq Aziz. Reuters

Tareq Aziz, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Íraks, var í dag dæmd­ur í 7 ára fang­elsi fyr­ir aðild að áætl­un um að flytja Kúrda frá ol­íu­svæðum í norðaust­ur­hluta Íraks meðan á valda­tíma Saddams Hus­seins, fyrr­ver­andi Íraks­for­seta, stóð.

Aziz, sem er 73 ára, var í mars dæmd­ur í 15 ára fang­elsi fyr­ir aðild að morði á tug­um versl­un­ar­manna, sem urðu upp­vís­ir að því að brjóta lög um verðstöðvun árið 1992. Reu­ters­frétta­stof­an hef­ur eft­ir tveim­ur lög­mönn­um, að dóm­un­um tveim­ur verði ekki fram­fylgt sam­hliða þannig að í raun sé búið að dæma Aziz í 22 ára fang­elsi. 

Aziz gaf sig fram við banda­ríska herliðið í Írak í apríl 2003, skömmu eft­ir inn­rás­ina í landið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert