Fogh Rasmussen mættur til starfa

Anders Fogh Rasmussen á fyrsta blaðamannafundi sínum sem framkvæmdastjóri NATÓ …
Anders Fogh Rasmussen á fyrsta blaðamannafundi sínum sem framkvæmdastjóri NATÓ í dag Reuters

Anders Fogh Rasmussen, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að ríki bandalagsins verði að koma í veg fyrir að Afganistan verði á ný miðstöð alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi. Hann segir að málefni Afganistan verði hans aðalverkefni í starfi, þar á meðal að hefja samningaviðræður við talibana. Ekki væri hjá því komist að beita herafli í Afganistan.

Fogh Rasmussen tók við starfi framkvæmdastjóra nú um mánaðamótin.

Hann sagði við fréttamenn í dag að annað mikilvægt verkefni væri að bæta samskipti NATÓ við Rússland en viðurkennir að það geti reynst erfitt. 

Á blaðamannafundi í dag, fyrsta vinnudeginum, sagði hann að það væri ósk hans að NATÓ myndi starfa meira með samtökum almennra borgara. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert