Kona á sjötugsaldri hefur verið greind með nýja tegund HIV-veirunnar, stofn sem sem uppruninn er úr górillum. Stofn HIV-1 sem um 33 milljónir manna eru sýktir af kemur hins vegar úr simpönsum. Talið er víst að fleiri séu sýktir af hinu nýfundna veiruafbrigði, en muni ekki valda miklum vandræðum, s.s. hvað varðar lyfjagjöf.
Konan er frá Kamerún og er talin hafa smitast þar. Hún er hins vegar búsett í París. Hún er ekki veik en læknar segja enga ástæðu til að ætla annað en að veiran muni leiða til alnæmis.
Víst þykir að konan hafi smitast af einhverjum sem ber sömu veiru, en ekki beint frá górillum. Konan er eina manneskjan sem vitað er um sem sýkt er af veirunni. Vísindamenn eru hins vegar vissir um að fleiri tilviki komi upp á næstu mánuðum og árum.
Líklegt þykir að sömu lyf og virka á HIV-1 virki á nýja afbrigðið. Hins vegar greinist veiran ekki með hefðbundnum HIV-prófum.
Talið er að veiran hafi smitast frá simpönsum til górilla.