Svend Auken látinn

Svend Auken.
Svend Auken. norden.org/Johannes Jansson

Fyrr­ver­andi leiðtogi jafnaðarmanna í Dan­mörku, Svend Auken, er lát­inn 66 ára að aldri. Hann greind­ist fyrst með krabba­mein árið 2004 en á síðasta ári greind­ist hann með krabba­mein í blöðru­hálskirtli. Auken er einn kunn­asti stjórn­mála­maður Dana síðustu ára­tug­ina.

Hann var fyrst kjör­inn á þing árið 1971, 28 ára að aldri, Hann varð vara­formaður Jafnaðarmanna­flokks­ins fjór­um árum síðar og formaður flokks­ins 1987-1992. Hann gegndi ýms­um lyki­lembætt­um á þingi, var meðal ann­ars at­vinnu­málaráðherra og um­hverf­is­ráðherra

Mikið er fjallað um and­lát Auken á vef Politiken

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert