Svend Auken látinn

Svend Auken.
Svend Auken. norden.org/Johannes Jansson

Fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna í Danmörku, Svend Auken, er látinn 66 ára að aldri. Hann greindist fyrst með krabbamein árið 2004 en á síðasta ári greindist hann með krabbamein í blöðruhálskirtli. Auken er einn kunnasti stjórnmálamaður Dana síðustu áratugina.

Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1971, 28 ára að aldri, Hann varð varaformaður Jafnaðarmannaflokksins fjórum árum síðar og formaður flokksins 1987-1992. Hann gegndi ýmsum lykilembættum á þingi, var meðal annars atvinnumálaráðherra og umhverfisráðherra

Mikið er fjallað um andlát Auken á vef Politiken

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert