Forsætisráðherra Grænlands, Kuupik Kleist, sagðist í dag myndu spyrjast fyrir hjá bandarískum yfirvöldum vegna þotu sem talin er hafa brotlent á Grænlandi hlaðin kjarnorkusprengju fyrir um 40 árum.
„Það er í þágu landanna þriggja (Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna) að málið verði leitt til lykta,“ sagði Kleist við grænlensku útvarpsstöðina KNR. Kleist sagðist myndu biðja um að fá að gang að skjölum sem innihalda upplýsingar um mögulega geislavirkni eftir að þotan brotlenti.
Beiðni Kleist er sú síðasta í viðleitni til að fá botn í fjögurra áratuga getgátur um brotlendinguna.