Fjórir látnir eftir skotárás í íþróttasal

Fjórir létu lífið eftir karlmaður hóf skothríð í íþróttasal í bandarísku borginni Bridgeville, rétt utan við Pittsburgh, í Pensylvaníu-fylki í gærkvöldi. Meðal þeirra látnu var árásarmaðurinn en hann tók eigið líf. Að auki særðust í það minnsta tíu einstaklingar. Í íþróttasalnum fór fram danskennsla þegar maðurinn ruddist inn.

Árásin átti sér stað á níunda tímanum í gærkvöldi að staðartíma. Vitni segja manninn hafa hagað sér eins og um skipulagðan verknað væri að ræða. Hann hafi ekki mælt orð frá munni en tekið upp tvær skammbyssur stuttu eftir að hann gekk inn í salinn og hafið skothríð. Áður slökkti hann ljósin í salnum.

Á milli sextíu og sjötíu konur voru í salnum á meðan skotárásin átti sér stað. Ekki er vitað hvort maðurinn þekkti einhverja þeirra eða hvers vegna hann valdi íþróttasalinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert