Hæðst að Brown

00:00
00:00

Nærstadd­ir skemmtu sér vel þegar maður með and­lits­grímu af Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, brá sér í gapa­stokk og lét eggj­um og ávöxt­um rigna yfir sig. Svo mik­ill var at­gang­ur­inn að grím­an datt af mann­in­um. Brown er efst­ur á lita safns­ins London Dungeon yfir þrjóta sam­tím­ans í Bretlandi.

Um 400 manns eru á list­an­um og er Brown sem fyrr seg­ir í efsta sæti en það voru gest­ir safns­ins, Dýfliss­ur Lund­úna, sem að völdu for­sæt­is­ráðherr­ann.

Gapa­stokk­ur­inn var notaður á öld­um áður til að pynta og niður­lægja saka­menn og er greini­legt að marg­ir Bret­ar vilja ekki láta þetta tæki­færi fram hjá sér fara til að ná sér niður á Brown.

„Hann hef­ur ekki gert mikið til að hjálp­ar okk­ur. Hann hef­ur í raun klúðrað öllu,“ seg­ir Breti á miðjum aldri um for­sæt­is­ráðherr­ann óvin­sæla.

„Hann hef­ur kné­sett þessa þjóð,“ seg­ir bresk kona sem var viðstödd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert