Nærstaddir skemmtu sér vel þegar maður með andlitsgrímu af Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, brá sér í gapastokk og lét eggjum og ávöxtum rigna yfir sig. Svo mikill var atgangurinn að gríman datt af manninum. Brown er efstur á lita safnsins London Dungeon yfir þrjóta samtímans í Bretlandi.
Um 400 manns eru á listanum og er Brown sem fyrr segir í efsta sæti en það voru gestir safnsins, Dýflissur Lundúna, sem að völdu forsætisráðherrann.
Gapastokkurinn var notaður á öldum áður til að pynta og niðurlægja sakamenn og er greinilegt að margir Bretar vilja ekki láta þetta tækifæri fram hjá sér fara til að ná sér niður á Brown.
„Hann hefur ekki gert mikið til að hjálpar okkur. Hann hefur í raun klúðrað öllu,“ segir Breti á miðjum aldri um forsætisráðherrann óvinsæla.
„Hann hefur knésett þessa þjóð,“ segir bresk kona sem var viðstödd.