Um 1.600 tonn af hættulegum úrgangi, sem voru flutt frá Bretlandi til Brasilíu, og sögð vera plast til endurvinnslu, verða send aftur til Bretlands.
Umhverfisstofnun Brasilíu segir að meðal þess sem hafi fundist í farminum hafi verið notaðar sprautunálar, smokkar og óhreinar bleyjur.
Þrír Bretar hafa verið handteknir í tengslum við málið, en þeir eru sakaðir um að hafa flutt úrganginn með ólöglega. Þeir eru 24, 28 og 49 ára gamlir.
Bresk yfirvöld framkvæmdu í júlí húsleitir á þremur stöðum Swindon vegna málsins.