Hiroshima minnst

Þess var minnst í Japan í dag að 64 ár voru þá liðin frá því að Bandaríkjaher varpaði kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima. Aldraður Japani rifjar upp í þessu myndskeiði Reuters hvernig móðir hans hafi með hjálp nágranna bjargað sér úr rústum skólabyggingar sem að hrundi í árásinni.

Þremur dögum síðar varpaði Bandaríkjaher annarri kjarnorkusprengju á Nagasaki.

Sprengingarnar voru gífurlegt áfall fyrir Japansher sem gafst upp nokkrum dögum síðar, hinn 15. ágúst.

Nýleg skoðanakönnun bendir til að meirihluti Bandaríkjamanna telji árásirnar hafa verið réttlætanlegar. Þær eru þó og hafa alltaf verið umdeildar enda skotmarkið fyrst og fremst óbreyttir borgarar.

Sérfræðingur í varnarmálum sem að Reuters-fréttastofan ræðir við segir þau umskipti hafa orðið í áliti varnarmálasérfræðinga að nú sé litið á kjarnavopn sem byrði sem margvísleg ógn stafi af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert