Lestarræningi látinn laus

00:00
00:00

Fang­els­is­yf­ir­völd á Bretlandi hafa ákveðið að veita lest­ar­ræn­ingj­an­um Ronnie Biggs lausn úr fang­elsi af mannúðarástæðum. Frá þessu greindi Jack Straw, dóms­málaráðherra Bret­lands.

Biggs, sem verður átt­ræður í næstu viku, er á sjúkra­húsi, þungt hald­inn af lungna­bólgu.

Straw, sem neitaði að veita Biggs lausn í síðasta mánuði, hef­ur nú súið við blaðinu.

Ronnie Biggs tók þátt í „lest­ar­rán­inu mikla“ árið 1963 þegar hann og fé­lag­ar hans rændu 2,6 millj­ón­um punda, sem svar­ar 4,7 millj­örðum króna að nú­v­irði, úr póst­lest á leiðinni frá Glasgow til London. Var þetta mesta rán sem framið hafði verið á þeim tíma. Ræn­ingjarn­ir börðu eim­reiðar­stjór­ann, Jack Mills, með ax­ar­skafti og hann náði sér aldrei að fullu. Biggs sagði síðar að árás­in á eim­reiðar­stjór­ann væri það eina sem hann iðraðist.

Biggs var hand­tek­inn og dæmd­ur í 30 ára fang­elsi en hon­um tókst að flýja úr Wandsworth-fang­els­inu tveim­ur árum síðar. Hann flúði til Frakk­lands, Ástr­al­íu og Panama og komst síðan til Rio de Jan­eiro árið 1970.

Biggs eyddi megn­inu af hlut sín­um í ráns­fengn­um í flótt­ann og aðgerð sem hann gekkst und­ir til að breyta út­liti sínu.

Ronnie Biggs, sem er einn af þekktustu glæpamönnum 20. aldar, …
Ronnie Biggs, sem er einn af þekkt­ustu glæpa­mönn­um 20. ald­ar, var hand­tek­inn í Bretlandi árið 2001 eft­ir 35 ára út­legð. Mynd úr safni. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert