Mesta atvinnuleysi í 14 ár

Rúmlega 435 þúsund Írar eru nú án atvinnu.
Rúmlega 435 þúsund Írar eru nú án atvinnu.

At­vinnu­leysi á Írlandi mæld­ist 12,2% í júlí og hef­ur ekki mælst meira at­vinnu­leysi í land­inu í 14 ár, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vinnu­mála­stofn­un Írlands. At­vinnu­leysið mæld­ist 11,9% í júní.

Tæp­lega 436 þúsund manns eru nú án at­vinnu á Írlandi og bætt­ust rúm­lega 17 þúsund manns á at­vinnu­leys­is­skrá í júlí.

Vinnu­mála­stofn­un Írlands bend­ir á að inni í töl­um um at­vinnu­leysi eru ein­stak­ling­ar sem eru í hluta­störf­um og njóta því bóta­rétt­ar í sam­ræmi við starfs­hlut­fall.

Bri­an Cowen, for­sæt­is­ráðherra Írlands tel­ur að enn eigi eft­ir að síga á ógæfu­hliðina í þess­um efn­um og að at­vinnu­leysi verði komið í 15,0% til 15,5% í lok þessa árs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert