Fréttaskýring: Danskur einkarekstur á ríkisspena?

,,Að vera eða ekki vera,“ sagði Hamlet Danaprins. Danir veruleikans …
,,Að vera eða ekki vera,“ sagði Hamlet Danaprins. Danir veruleikans eiga erfitt með að gera upp við sig hve langt skuli ganga í því að einkavæða rekstur heilbrigðisþjónustunnar, hvort kostirnir vegi þyngra en gallarnir.

Deilur um rekstur og fjármögnun heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum eru viðkvæmari en flest annað. Í Bandaríkjunum segja andstæðingar Baracks Obama að hann vilji með heilbrigðistillögum sínum smeygja sósíalisma inn um bakdyrnar. En í Danmörku gera vinstrimenn harða hríð að stjórn borgaraflokkanna vegna einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu – og segja hana vilja smeygja kapítalisma inn um bakdyrnar, gera Danmörku ameríska.

Það sem hefur valdið hörðustu gagnrýninni á einkarekstur sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana á Norðurlöndum er að þær fá greitt fyrir verk frá opinberum aðilum eins og hefðbundnar stofnanir (að vísu með takmörkunum) en geta samt greitt út hagnað.

Danska stjórnin hefur beitt sér mjög fyrir einkarekstri í velferðarþjónustunni, þ.ám. í heilbrigðisþjónustu enda var kvartað yfir löngum biðlistum. Um milljón danskra skattgreiðenda kaupir nú sjúkratryggingar sinar hjá einkareknum tryggingafélögum. Og mörg sjúkrahús eru einkarekin.

Hvernig hefur gengið? Menn deila um niðurstöðurnar. Að sögn Politiken minnkaði algengur biðtími árin 2002-2005 eftir margvíslegum aðgerðum úr þrem í tvo mánuði. Samkvæmt reglum mega sjúklingar sem hafa þurft að bíða í meira en mánuð eftir aðgerð á opinberri stofnun sækja hana á einkarekinni sjúkrastofnun. Á síðustu tveim árum hefur hagnaður einkareknu spítalanna meira en tvöfaldast. En biðlistarnir hafa hins vegar ekki styst neitt á sama tíma, þar ríkir stöðnun.

Þessi þróun hefur reynst hvalreki fyrir þá sem tala gegn auknum einkarekstri. Gagnrýnt er einnig að einkareknu sjúkrahúsin keppi ekki sín í milli. En þau noti tækifærið og beiti yfirborgunum til að laða að sér hæfustu starfskraftana, lækna og aðra, frá opinberum stofnunum.

Óttuðust samkeppnina

Tillögurnar komu frá nefnd sem ráðherrann skipaði sjálfur og Samkeppniseftirlitið hafði hrósað þeim mjög. En talsmenn einkareknu stofnananna voru á móti. Þeir sögðu að þeir sem töpuðu í útboðum hins opinbera yrðu að hætta starfsemi ef þeir fengju ekki tekjur frá ríkinu.

Með öðrum orðum, að einkafyrirtækin væru í reynd á ríkisspenanum. Ef til vill sýnir þetta hve erfitt geti verið að reka heilbrigðiskerfi þar sem endalaust verða árekstrar milli rekstrarformanna tveggja. Önnur hvor hugmyndafræðin, einkarekstur eða opinber rekstur, verði a.m.k. að hafa yfirhöndina þótt gera megi undantekningar.

Krónur og aurar

Aðrir fullyrða að tölur um dýrt heilbrigðiskerfi hafi alltaf verið villandi. Ráðamenn, bæði til hægri og vinstri, hafi verið orðnir þreyttir á tali um fjársvelti og því tekið inn liði sem ekki séu reiknaðir með í heilbrigðisútgjöldum t.d. í Svíþjóð eða Noregi. Hlutfallið hafi þá lagast – á pappírunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert