Leit hafin að flutningaskipi sem hvarf

Skipið hvarf 28. júlí sl. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki …
Skipið hvarf 28. júlí sl. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Flutningaskip með rússneskri áhöfn hefur horfið sporlaust á Atlantshafi við strendur Portúgals. Frá þessu greinir rússneska skipafréttablaðið Sovfracht, að því er fram kemur á vef BBC. 

Þar segir að menn hafi misst samband við skipið, sem siglir undir fána Möltu, 28. júlí sl. Þrettán eru í áhöfn skipsins, sem nefnist Arctic Sea.

Björgunarlið og rússneski sjóherinn vinna nú að því að finna skipið.

Vopnaðir menn fóru um borð í sama skip í Eystrasalti 24. júlí sl. Fram kemur í Sovfracht að árásarmennirnir hafi yfirgefið skipið án þess að taka með sér peninga eða önnur verðmæti.

Skipið átti að leggjast að höfn í Alsír 4. ágúst nk. Það var að flytja timbur, að því er talið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert