Ungabarn fannst í runna

Myndin er sviðsett.
Myndin er sviðsett. Reuters

Vikugam­alt unga­barn fannst yf­ir­gefið í runna á skóla­lóð á Vest­ur-Jótlandi skömmu eft­ir miðnætti. Um er að ræða dreng sem nokk­urn börn að leik fundu fyr­ir til­vilj­un. Dreng­ur­inn var vaf­inn inn í hand­klæði þegar hann fannst. Frá þessu er greint á vef danska dag­blaðsins Politiken. 

Þar kem­ur einnig fram að eng­ar vís­bend­ing­ar hafa fund­ist um hver kom barn­inu fyr­ir á skóla­lóðinni, né hvers vegna. Ekki er held­ur vitað hversu lengi dreng­ur­inn hafði legið þar uns hann fannst. Hans hef­ur aug­ljós­lega verið gætt eft­ir fæðing­una, en hann var mjög kald­ur þegar hann fannst. Hann var ljós yf­ir­lit­um og vó 3.340 grömm.

Farið var með unga­barnið á sjúkra­húsið í Hern­ing. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Hol­ster­bro virðist allt benda til þess að barnið hafi fæðst í heima­húsi þar sem ekki hafði verið gengið frá nafla­strengn­um með sam­bæri­leg­um hætti og gert er á spít­öl­um eft­ir fæðingu. 

„Barnið var ekki í neinni lífs­hættu. Dreng­ur­inn var bæði heil­brigður og nýþveg­inn,“ er haft eft­ir lög­reglu­v­arðstjóra hjá lög­regl­unni í Mið- og Vest­ur-Jótlandi. Lög­regl­an von­ar nú að móðirin gefi sig fram. 

„Af feng­inni reynslu vit­um við að það get­ur hins veg­ar tekið tíma sinn. Móðirin er senni­lega í erfiðri stöðu síðan hún skildi barnið sitt eft­ir,“ seg­ir lög­reglu­v­arðstjór­inn. Gefi hvorki móðir né faðir barns­ins sig fram mun málið koma til kasta fé­lags­mála­yf­ir­valda sem sjá munu um að koma barn­inu í fóst­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert