Clinton í Angóla

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, boðaði í dag frekari fjárfestingu bandarískra fyrirtækja í olíuiðnaðinum í Angóla í opinberri heimsókn sinni til landsins. Jafnframt hvatti hún stjórnvöld í landinu til efla fjárfestingu í landbúnaði.

Samskipti ríkjanna hafa batnað eftir að 27 ára borgarastríði í Angóla lauk en stjórnvöld í Washington studdu þá fylkingu sem að beið lægri hlut en leiðir nú stjórnarandstöðu Afríkuríkisins.

José Eduardo dos Santos, forseti Angóla síðustu þrjá áratugi, hefur verið gagnrýndur fyrir að fresta forsetakosningum í landinu.

Clinton tjáði sig um þá gagnrýni með þeim orðum að kosningar væru ekki eini mælikvarðinn á lýðræðisþróun.

Stjórnvöld í Angóla hefðu með þingkosningunum í fyrra sýnt fram á að landið þokaðist í lýðræðisátt. Von hennar stæði til að þau gætu skipulagt forsetakosningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert