Fangelsi lokað í Íran

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, fer með embættiseið sinn í viðurvist …
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, fer með embættiseið sinn í viðurvist Ajatollah Ali Khamenei. Reuters

Yf­ir­völd í Íran hafa lokað Kahrizak-fang­els­inu þar sem staðhæft er að náms­menn, sem hand­tekn­ir voru í júní, hafi verið beitt­ir of­beldi. Þá er talið að fang­els­is­stjór­inn hafi verið hand­tek­inn. Þetta kem­ur fram á frétta­vef CNN.

„Einn yf­ir­maður ör­ygg­is­mála og ein fanga­vörður í fang­elsi þar sem til­kynnt hef­ur verið um brot á regl­um hafa verið rekn­ir og hand­tekn­ir,” seg­ir Es­ma­eel Ahma­di Mog­hadam, yf­ir­maður ír­önsku ör­ygg­is­sveit­anna, í viðtali við frétta­stofu ír­anskra náms­manna.

„Ég hyggst axla mína ábyrgð en frá upp­hafi hef ég sagt að ekki ætti að halda náms­mönn­um í Kahrizak eða með glæpa­mönn­um. Þeir voru eft­ir sem áður send­ir til Kahrizak sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um dóms­mála­yf­ir­valda, þar sem skort­ur var á fang­els­ispláss­um. Mér fannst það ekki viðeig­andi,” seg­ir hann.

Mog­hadam hef­ur þegar verið gagn­rýnd­ur fyr­ir um­mæl­in og sagður ein­mitt vera að skor­ast und­an ábyrgð með þeim. Er á það bent að hann hafi dag­lega fengið skýrsl­ur um þróun mála sem tengd­ust mot­mæl­un­um og aðgerðum gegn mót­mæl­end­um. 

Ajatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans, er sagður hafa gefið fyr­ir­mæli um lok­un fang­els­is­ins en staðhæft er að nokkr­ir ung­ir fang­ar hafi látið lífið í Kahrizak fang­els­inu frá því í júní.

Mog­hadam seg­ir að rekja megi dauðsföll­in í fang­els­inu til veik­inda og veiru­sýk­inga. Þó sé vitað til þess að þrír ein­stak­ling­ar hafi að eig­in frum­kvæði beitt unga fanga hörðum refsiaðgerðum í fang­els­inu.

Einnig hef­ur verið staðhæft að bæði kven­kyns og karl­kyns föng­um í Íran hafi verið nauðgað eft­ir að þeir voru hand­tekn­ir vegna þátt­töku í óeirðum í kjöl­far um­deildra kosn­inga­úr­slita í land­inu í júní.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert