Fyrirburinn látinn

00:00
00:00

Dreng­ur, sem fædd­ist fjór­um mánuðum fyr­ir tím­ann í Parag­væ og var úr­sk­urðaður lát­inn en reynd­ist síðan vera á lífi, hef­ur nú verið úr­sk­urðaður lát­inn á ný. Lækn­ar segja, að líf­færi drengs­ins hafi ekki verið nógu þroskuð svo hann gæti lifað.

Dreng­ur­inn, sem nefnd­ur var Ang­el Sal­vadod, vó aðeins 500 grömm þegar hann fædd­ist á sjúkra­húsi í höfuðborg­inni Asuncion í síðustu viku. Lækn­ar töldu að dreng­ur­inn væri lát­inn og af­hentu ætt­ingj­um hans líkið í kassa. Faðir drengs­ins opnaði kass­ann þegar heim var komið og sá þá að dreng­ur­inn andaði.  

Yf­ir­maður fæðing­ar­deild­ar­inn­ar sagði í kjöl­farið, að lækn­ir hefði ekki gætt nægi­lega að því hvort drenguir­inn væri með lífs­marki. Barnið var flutt á gjör­gæslu­deild á sjúkra­hús­inu þar sem hann fædd­ist en í dag var síðan til­kynnt, að hann væri lát­inn.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert