Fyrirburinn látinn

Drengur, sem fæddist fjórum mánuðum fyrir tímann í Paragvæ og var úrskurðaður látinn en reyndist síðan vera á lífi, hefur nú verið úrskurðaður látinn á ný. Læknar segja, að líffæri drengsins hafi ekki verið nógu þroskuð svo hann gæti lifað.

Drengurinn, sem nefndur var Angel Salvadod, vó aðeins 500 grömm þegar hann fæddist á sjúkrahúsi í höfuðborginni Asuncion í síðustu viku. Læknar töldu að drengurinn væri látinn og afhentu ættingjum hans líkið í kassa. Faðir drengsins opnaði kassann þegar heim var komið og sá þá að drengurinn andaði.  

Yfirmaður fæðingardeildarinnar sagði í kjölfarið, að læknir hefði ekki gætt nægilega að því hvort drenguirinn væri með lífsmarki. Barnið var flutt á gjörgæsludeild á sjúkrahúsinu þar sem hann fæddist en í dag var síðan tilkynnt, að hann væri látinn.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert