Mikill skaði í Taívan

Hótel hrundi í austanverðu Taívan
Hótel hrundi í austanverðu Taívan Reuters

Í það minnsta 14 eru látn­ir og 51 er saknað í Taív­an eft­ir að felli­byl­ur­inn Morakot varð vald­ur að verstu flóðum í sögu eyj­unn­ar í hálfa öld. Storm­ur­inn stefndi svo inn á meg­in­land Kína þar sem nærri millj­ón manns hef­ur verið flutt frá heim­il­um sín­um.

Í mið- og suður­hluta Taív­an urðu mikl­ar rign­ing­ar til þess að flóð og aur­skriður lokuðu veg­um og varð fólk því inn­lyksa í þrem­ur strand­bæj­um. Mik­il rign­ing er enn í Taív­an og hafa yf­ir­völd varað við áfram­hald­andi aur­skriðum. Að sögn þarlendr­ar frétta­stofu er talið að um 200 heim­ili hafa graf­ist und­ir aur.

Felli­byl­ur­inn hef­ur valdið um 106,43 millj­ón doll­ara skaða á sviði land­búnaðar á meðan 110.000 hús voru raf­magns­laus og 850.000 heim­ili án vatns að sögn yf­ir­valda.

Björgunarlið flytur fólk frá hættusvæðum.
Björg­un­arlið flyt­ur fólk frá hættu­svæðum. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert