Mikill skaði í Taívan

Hótel hrundi í austanverðu Taívan
Hótel hrundi í austanverðu Taívan Reuters

Í það minnsta 14 eru látnir og 51 er saknað í Taívan eftir að fellibylurinn Morakot varð valdur að verstu flóðum í sögu eyjunnar í hálfa öld. Stormurinn stefndi svo inn á meginland Kína þar sem nærri milljón manns hefur verið flutt frá heimilum sínum.

Í mið- og suðurhluta Taívan urðu miklar rigningar til þess að flóð og aurskriður lokuðu vegum og varð fólk því innlyksa í þremur strandbæjum. Mikil rigning er enn í Taívan og hafa yfirvöld varað við áframhaldandi aurskriðum. Að sögn þarlendrar fréttastofu er talið að um 200 heimili hafa grafist undir aur.

Fellibylurinn hefur valdið um 106,43 milljón dollara skaða á sviði landbúnaðar á meðan 110.000 hús voru rafmagnslaus og 850.000 heimili án vatns að sögn yfirvalda.

Björgunarlið flytur fólk frá hættusvæðum.
Björgunarlið flytur fólk frá hættusvæðum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert