Átta milljarða skartgriparán

Ræningjarnir komust undan með 43 skartgripi. Myndin tengist efni fréttarinnar …
Ræningjarnir komust undan með 43 skartgripi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Vopnaðir menn réðust inn í skartgripaverslun í London og rændu skartgripum að verðmæti 40 milljón pund (8,4 milljarðar kr.) Að sögn lögreglu hótuðu tveir menn starfsfólkinu í versluninni Graff, sem er við New Bond Street, með skammbyssum. 

Þeir komust á brott með 43 gripi, m.a. úr og hringa. Þetta gerðist 6. ágúst sl.

Mennirnir drógu starfskonu út með sér er þeir yfirgáfu verslunina. Þá hleyptu þeir af úr skammbyssu. Engan sakaði hins vegar.

Lögreglan hefur birt myndir úr eftirlitsmyndavélakerfi verslunarinnar. Á myndunum sjást menn sem hún vill ræða við auk nokkurra þeirra skartgripa sem ræningjarnir komust undan með.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Pam Mace segir að ránið hafi verið skipulagt í þaula. Þeir hafi notað nokkur ökutæki á flóttanum.

„Mennirnir eru stórhættulegir og þeir skutu a.m.k. tveimur skotum á fjölfarinni götu í London er þeir flýðu,“ segir Mace.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert