Dæmdur til lífstíðar

Scheungraber bíður úrskurðarins.
Scheungraber bíður úrskurðarins. Reuters

Þýsk­ur dóm­stóll hef­ur dæmt níræðan fyrr­ver­andi hers­höfðingja í lífstíðarfang­elsi fyr­ir að fyr­ir­skipa fjölda­af­tök­ur á al­menn­um borg­ur­um í ít­ölsku þorpi árið 1944. Rétt­ar­höld­in eru ein þau síðustu sem hald­in eru vegna stríðsglæpa á tím­um nas­ista í Þýskalandi.

Jos­ef Scheungra­ber var dæmd­ur fyr­ir tí­falt morð að sögn vefsíðu Spieg­el. Sönn­un­ar­gögn þóttu sýna svo ekki var um deilt að Scheun­ber­ger gaf fyr­ir­mæli í Tosk­ana-héraði árið 1944 um að láta myrða ít­alska borg­ara í hefnd­ar­skyni fyr­ir dauða tveggja her­manna. Meðal þeirra sem skot­in voru til bana á göt­um úti var 74 ára göm­ul kona. Alls féllu fjór­tán manns en sönn­un­ar­gögn dugðu aðeins til að sak­fella Scheungra­ber fyr­ir dauða tíu þeirra.

Scheungra­ber hafði búið í bæn­um Ottobrunn í Bæj­aralandi þar sem hann rak versl­un og tók þátt í göng­um í minn­ingu fall­inna her­manna frá tíð nas­ista. Scheungra­ber hef­ur vísað ákær­unni á bug í þá ell­efu mánuði sem málið hef­ur verið fyr­ir rétti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert