Höfða mál gegn Citigroup

VIVEK PRAKASH

Sjö norsk­ir bæir, sem römbuðu á barmi gjaldþrots vegna banda­rískra und­ir­máls­lána, hafa höfðað mál gegn banda­ríska bank­an­um Citigroup vegna mis­vís­andi upp­lýs­inga sem bank­inn sendi frá sér. Segja sveit­ar­fé­lög­in að vegna þessa hafi þau tekið óþarfa áhættu í fjár­fest­ing­um.


Bæ­irn­ir sjö ásamt fast­eignalána­fyr­ir­tæk­inu Terra Secu­rites, sem nú er gjaldþrota, hafa gert kröfu á Citigroup upp á 200 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala en lög­sókn­in er lögð fram í New York. Alls töpuðu sveit­ar­fé­lög­in 541 millj­ón norskra króna á fjár­fest­ing­un­um, að því er fram kem­ur í frétt á vef Af­ten­posten.

Bæ­irn­ir, Breman­ger, Hatt­fjell­dal, Hem­nes, Kvines­dal, Nar­vik, Rana og Vik, fjár­festu í alls kon­ar skulda­bréfa­vafn­ing­um sem tengd­ust banda­ríska fast­eignalána­markaðnum en ástæðan var sú að bæj­ar­stjórn­ir þeirra töldu að fjár­fest­ing­ar þeirra skiluðu litl­um arði á meðan önn­ur sveit­ar­fé­lög væru að græða á tá og fingri í góðær­inu.

En svo kom láns­fjár­krepp­an og virði und­ir­máls­lán­anna þurrkaðist nán­ast út. Hins veg­ar var ákvæði í samn­ing­um sem bæ­irn­ir gerðu við Citigroup sem kvað á um að þeir héldu áfram að setja pen­inga í verk­efnið.

Nán­ar á vef Af­ten­posten

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert