Obama: Suu Kyi verði sleppt þegar í stað

Aung San Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi í sex …
Aung San Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi í sex ár. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, verði sleppt þegar í stað og án nokkurra skilyrða. Þá segir Obama að það sé óréttlátt að Suu Kyi þurfi að dvelja lengur í stofufangelsi. 

Obama sagði jafnframt að það væri áhyggjuefni að Bandaríkjamaðurinn John Yettaw hafi hlotið sjö ára fangelsisdóm. Yettaw kom óboðinn í heimsókn til Suu Kyi í maí eftir að hafa synt yfir vatn, sem liggur við heimili hennar. Heimsóknin varð til þess að réttarhöldin hófust.

„Ég slæst í hóp með alþjóðasamfélaginu og kalla eftir því að Aung San Suu Kyi verði sleppt þegar í stað og án nokkurra skilyrða,“ segir í skriflegri yfirlýsingu forsetans.

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert