Skólum lokað vegna H1N1

Indversk kona forðast smit.
Indversk kona forðast smit. Reuters

Ind­versk yf­ir­völd fyr­ir­skipuðu í morg­un að öll­um skól­um og fram­halds­skól­um í borg­inni Mumbai verði lokað í viku vegna ótta um út­breiðslu svínaflens­unn­ar H1N1. Útbreiðsla flens­unn­ar hef­ur verið hvað mest á þessu svæði á Indlandi. Fjór­ir hafa lát­ist á liðnum 10 dög­um í Pune, sem er í 120km fjar­lægð frá Mumbai.

„Yf­ir­völd hafa ákveðið að loka skól­um, fram­halds­skól­um og nám­skeiðum í allri borg­inni í eina viku frá og með morg­un­deg­in­um,“ sagði í til­kynn­ingu frá yf­ir­völd­um. Mumbai er helsta viðskipta- og iðnaðar­borg Ind­lands og þar búa um 18 millj­ón­ir manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka