Fjallað um Icesave-deiluna á vef Economist

Miðað við Icesave-deiluna þá var það auðvelt fyrir ríkisstjórnina að …
Miðað við Icesave-deiluna þá var það auðvelt fyrir ríkisstjórnina að fá þingið til að samþykkja að ganga til aðildarviðræna við ESB. mbl.is/Ómar

Fjallað er um Icesave-deiluna á vefútgáfu tímaritsins The Economist í dag. Þar segir m.a. að ríkisstjórninni gangi illa að fá þingið til að afgreiða samkomulagið, enda vaxandi andstaða í landinu. Samanborið við Icesave-deiluna hafi það verið auðvelt fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að fá þingið til að samþykkja að ganga til aðildarviðræna við Evrópusambandið.

Fjallað er um forsögu málsins og tilurð reikninganna. Þá segir að andstæðingar Icesave setji spurningarmerki við það hvort kröfur Breta og Hollendinga standist lög, og hvort það sé skynsamleg ákvörðun að skuldsetja sig með því að taka 700 milljarða kr. lán til að greiða þær.

Í lok greinarinnar segir að ólíklegt sé að samkomulag náist meðal þingflokkanna án nokkurra fyrirvara. Málið snúist nú um að hvort hægt verði að setja nægilega mörg skilyrði til að sætta almenning í landinu án þess að grafa undan sjálfu samkomulaginu. 

Takist það ekki þá tefli það ekki aðeins aðildarumsókn Íslands að ESB í tvísýnu, heldur einnig ríkisstjórnarsamstarfinu og líkunum á því að Ísland verði aftur á meðal þeirra ríkja þar sem lífskjörin séu hvað best.

Greinin á vef The Economist.

Andstaða við Icesave-samningana og frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð hefur aukist.
Andstaða við Icesave-samningana og frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð hefur aukist. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka