Hvetur Finna til að hjóla

Ætla mætti að Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands, væri að kenna …
Ætla mætti að Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands, væri að kenna starfsbróður sínum í Frakklandi, Bernard Kouchner, réttu handtökin í ræktinni. Reuters

Al­ex­and­er Stubb, ut­an­rík­is­ráðherra Finna, sendi í dag frá sér bók þar sem hann veit­ir ráðlegg­ing­ar um lík­ams­rækt. Á blaðamanna­fundi í dag hvatti Stubb landa sína til að rísa upp úr sóf­an­um og fara að hjóla.

„Funda­dag­bók­in stjórn­ar lífi mínu en há­tind­ar dags­ins eru þegar ég kemst á æf­ingu og þegar ég fer heim," sagði Stubb. „Einn­ar klukku­stund­ar lík­ams­rækt gef­ur manni auka­orku í tvo tíma." 

Stubb, sem er 41 árs, fjall­ar í bók­inni um hjól­reiðar, hlaup, sund og skíðagöngu. Hann leit­ar þar ráða hjá nokkr­um kunn­ustu íþrótta­mönn­um Finna, þar á meðal Virpi Kuitun­en, ólymp­íu­meist­ara í skíðagöngu.

Stubb dreymdi um það á æsku­ár­um að verða at­vinnumaður í ís­hokkí eða golfi. Hann seg­ir að í bók­inni fjalli hann um hvernig eigi að finna jafn­vægið milli hóf­legr­ar lík­ams­æfing­ar, mataræðis og hvíld­ar.  Hann sagðist ætla að gefa sam­ráðherr­um sín­um í finnsku rík­is­stjórn­inni bók­ina.

Stubb ætl­ar að taka þátt í þríþraut í Hels­inki í sept­em­ber. 

Alexander Stubb.
Al­ex­and­er Stubb.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert