Hópur íraskra hælisleitenda, sem voru bornir út úr kirkju í Kaupmannahöfn í gær, hóf hungurverkfall í gær. Alls voru 19 manns handteknir í aðgerðum lögreglu og hefur meirihlutinn neitað að að bprða frá því mennirnir voru fluttir í fangelsi í gær.
Lögreglan segist telja, að mennirnir 19 séu allir frá Írak en það hefur þó ekki verið staðfest. Þeir höfðu ásamt fleira fólki hafist við í kirkjunni í þrjá mánuði.
Meðal þeirra, sem höfðust við í kirkjunni, var Írakinn Ali Nayef, sem á á fjögurra ára son á Íslandi og hefur lýst vilja til að komast til Íslands. Nayev komst undan lögreglunni og var því ekki handtekinn.